Færsluflokkur: Bloggar

'A ég eða á ég ekki?????

'Eg er mikið að hugsa um að læsa blogginu,það er eitt stórt mál sem ég er að ganga í gegnum sem ég er ekki að geta talað um hér, því að ég er svo hrædd um að fá leiðinleg komment og allan pakkan. 'Eg er svo tvístíga, en svo getur verið að það sé einhver sem er þarna úti að ganga i gegnum það sama og sér bloggið og getur ráðlagt mér og ef ég læsi því þá missi ég af þeirri manneskju sem er ekki gott.... 'Eg á mjög góða bloggvini sem ég er stolt af því að eiga og vil alls ekki missa þá... Ein fór út ekki veit ég afhverju en svona er þetta...'Eg fer að hugsa gerði ég eitthvað???En ég er eiginlega allveg 99% viss að ég gerði ekkert... Svo ég haldi nú áfram þá er ég allveg viss að blogg vinir mínir gefa mér góð ráð en , já svo er þetta en ég veit líka að sá eða sú sem er að ganga í gegnum það sama og ég geti gefið mér fleiri ráð..Ekki illa meint til mína heitt elskuðu bloggara og kanski hafið þið lent í því sem ég er að berjast í gegnum...En ég ættla aðeins að melta þetta meira...Og syss til lukku að vera kominn í bloggtölu hehe blogg blogg blogg

kveðja og knús Allý


Er ekki kominn tími til:)

Að fara að blogga... Það er að vísu búið að vera erfiðir daga hjá mér upp á síkastið en tóri enn...Og það á eftir að verða enþá erfiðari dagar á næstuni....Heiri lítið í mömmu sem er gott og ekki, eins og ég er búin að segja þá er gott að heira í henni og vita að hún er ekki farinn af jörðini..En talaði við hana um daginn og þá var ég ekki búinn að heira lengi svo ég hringdi og hún sagði að hún hafi bara verið búinn að sofa og sofa hún ætti rosa erfitt núna og væri langt niðri...'Eg veit ekki ég get því miður ekkert gert fyrir hana sem er sárt...'Eg er að ganga í gegnum slæma lífsreinslu sjálf og það tekur alla mína krafta.En ég hugsa til hennar og heiri annaðslægið í henni þegar að hún er ekki of full til að tala það er það eina sem ég get gert.....Takk fyrir þá sem að hafa kvittað það er svo gott að fá komment og fá góð orð sem að pempa mann upp það hjálpar mikið þó svo að það sé ekki nema líka bara hæ var að kika á síðun, það er gaman að sjá hverjir lesa þetta hehe en jæja gn kv Allý

Hugsi hugs

Afhverju eru ekki til svona sístem að foreldrar geta fengið fósturforeldra/stuðningsforeldra eins og börn fá fóstur/stuðningsforeldra..???'Eg meina fullorðið fólk þarf stundum að leita til foreldra ekki satt???Og fólk á sumt hver svo sundurliðna fjölkyldu og ekki foreldra sem að þau geta leitað til. Svo að það væri nú ljómandi fyrir þá að geta átt fóstur foreldra sem að fólk getur leitað til og komið famm við eins og foreldra þeirra.Tja bara hugdetta hjá mér mig vantar nefnilega stundum foreldri til að leita til...Maður má alltaf latið sig dreyma er það ekki.....

 


http://www.youtube.com/watch?v=fZaym7X5MV8

Þetta er svo sorglegt..'Eg var að vappa um og sá þessa klippu og fleyri til.Þetta er svakalegt ég hreinlega táraðist ég held að það sé ekki hægt annað. Guð veri með öllum sem eiga börn, foreldra,sistkyni,afa,ömmur,vini í neyslu þetta er hræðilegur sjúkdómur.... Vonandi er ekki einum of að setja þetta inn hér, en þetta er veruleikurinn og margir deyja úr neyslu ungir.

Yndislegt

Þetta er svo ynndislegt að ég á ekki til orð og get ekki hætt að brosa Grin  Þetta á byrjar sannarlega vel og ynndislega. 'Eg vona að það geri hjá mörgum.... Þannig er að ég og elsta systir mín höfum ekki verið nánar og hún býr út á landi og ég í bænum sem er ekki afsökun.. En það er eins og síminn hafi ekki verið fundinn uppWoundering  En ég ákvaði að hringja um jólin og var búinn að skrifa það í jólakortið að ég myndi hringja og svo síðan þá þá höfum við verið nánast í daglegu sambandi eða á msn þetta er geggjað að geta talað við hana um ýmis mál og fengið ráð og hún talað við mig og fengið ráð... En það eru fleyri systur eftir svo að ég held áfram... En stóra syss ef þú álpast hér inn þá langar mig að segja að mér þykir sssvvvvoooo vænt um þig og við meigum ekki láta sambandi fjara út.... Þetta er það sem ég kalla góða jólagjöfGrin  kveð að sinni Allý

Einmannalegt

Það getur orðið ansi einmannalegt þegar að maður getur ekki leitað til foreldra..... Foreldrar eru jú þeir sem að bjuggu mann til og maður á að líta upp til þeirra, en svo er ekki. Langar svo oft að vita hvernig það er að geta gert ýmsa hluti með móður sinni.'Eg fillist oft svo mikilar afbríðissemi þegar að ég sé mæðgur gera eitthvað saman og þegar ég heiri vini mína tala um hvað er gott samban á milli mömmu þeirra og þeirra, en samt er ég glöð fyrir þeirra hönd að þau þurfa ekki að vita hvernig það er að geta ekki gert þessa hluti með manni.. Ættin hjá mér bæði í föður og móður eru ekki samríndar þótt stór sé sem er mjög leiðinlegt... En ég og eldrisystir mín erum byrjaðar að hafa meira samband sem er FRÁBÆRT og ég ættla að halda því áfram og fara að bögga hinar systur mínar líka fara að koma róli á þessa ætt fara að koma saman og svoleiðis... En það er svoldið flókið að koma saman með allar systur mínar ég á bara hálfsystur.. og þær eiga hálfsystur sem ég þekki ekkert svo eru það fóstur systur sem eiga systur úfff við erum slatti af systrum jú svo litli brósi minn sem ég sé svo sjaldan hann er 7...En mig hefur oft dottið í hug að búa til ættar mót með okkur systrunum og systur þeirra og börnum, það væri svoldið snild.Kinnast hinum systronum og svona.Hver veit nema að það verði eitthvað að því sjáum til hvað nýja árið ber í skauti sér.....

lol klaufi

'Eg get verið svo utan við mig hahaha að það er nú bara kjánalegt... sko ég er að taka 25 af seroqeli á kvöldin til að hjálpa mér að sofna og ég var á mikklu meira en 25 en er búinn að vera dugleg að trappa mig niður ....En jæja áfram með söguna..'Eg fór til læknis um daginn og einhvernveginn skrifaði hann 100 ml töflur fyrir mig ég fattaði það ekki fyrr en í apotekinu og þau geta ekkert breitt svo ég keifti mér töflu skerara þræl magnaður og sker þær í 4 parta og þá er komið 25 ml úfff ég snillingur.Jæja svo um daginn þá er ég að borða salt hnetur og næ svo í töfluna og held á henni í hendini og sest í tölvustólinn og í því dettur hnetupokinn og það hellist á gólfið (hann var í gluggakistuni og datt í henni svo að þetta var eiginlega eins og foss nema hnetu foss) ég horfi á þetta í smá og það var eins og ég væri að bíða eftir að þetta hætti en þetta hætti ekki svo ég set hendina undir og rétti pokan við... sting svo hnetonum upp í mig og byrja að jappla svo fer ég í tölvuna og finn svo allt í einu þetta ógeðslega bragð jakkk en held samt áfram að jappla á þessu, hélt að þetta væri brend hneta og að bragðið myndi nú fara bara..svo fer ég að spá í því hvað ég gerði við seroqelið hmmmmm hvar er það og þann mund spíti ég öllu út úr mér sem var ekki mikið eftir og fatta það að þetta ógeðslega bragð var af seroqelinu LoL ég er orðinn svo óvön stórum skömtum að það snögg sveif á mig úfffff ég var sibbinn og rotaðist hehe..'Eg er óttalegur sauður.....

 

Hefur komið fyrir ykkur að þið hafið haft sama leininr í marga marga mánuði á deperkorti og svo pang allt í einu er það farið úr kollinum á ykkurGasp þetta kom fyir mig ég er allveg bit og ég man að þetta er svo auðvelt nr en er ekkert að muna það.Fór í hraðbanka og þegar ég ættlaði að pikka nr inn neibbb mundi ekkert lol...Svona er þetta gaman gaman. jæja kv að sinni. 


Þetta er töff

En ég verð að standa mig á sjálf börn núna og þau þurfa mömmu sinnar.'Eg vil ekki að þau lifi sama lífi og ég.Rétt fyrir jólinn þá kikti ég á mömmu og ég hafði ekki séð hana í ca 6-7 mánuði en talað við hana í síma.. 'Eg er kanski klikk en þegar ég er að tala við fólk í síma þá íminda ég mér það eins og ég sá það seinast. Og seinast þegar ég sá mömmu þá leit hún svona sæmilega út var búinn að vera edrú í ca 3 vikur sem er afrek, og svo hef ég alltaf ýmindað mér mömmu svo allt í lagi í útliti..En já svo fór ég til hennar með pakka og svona og váááá ég fékk sting fyrir brjóstið á mér hún leit út fyrir að vera 20 árum eldri en hún er hún er 54 ára. 'Eg átti ekki til orð en reindi að fela sársaukan fyrir henni að sjá hana svona... Svo núna þá sé ég hana alltaf fyrir mér eins og hún var seinast og það er erfitt og sárt.. En ég tek öðruvísi á málunum núna heldur en að ég gerði fyirir nokkrum árum, ég er búinn að lifa við þetta í mööörrrg ár svo að ég læri hvernig á að taka á þessu svo að þetta komi ekki út á mér og mér líði svo illa að ég get ekkert annað....Verð að hugsa um mig og mína og fara með æðruleisisbænina......

 

En svo út í anðra sálma....Littli kútur átti að fara í leikskólan í morgun Tounge 'Eg hlæ enþá hann brilleraði. Ekki nó með það að við sváfum yfir okkur Whistling við einfaldlega vökknuðum ekki við klukkuna og ég vakknaði um 10 og hann var nú ekki á því að vakkna littla skinnið en svo þegar loxins tókst að fá hann upp úr rúminu þá var hann ekki lengi að ná í koddan sinn og sæng og fara í næsta rúmLoL þetta var eiginlega móment sem að maður þurfti að vera til staðar og sjá þennan brandara kall að störfum Grin en við komumst á leikskólan kl 11 ég meina seint koma sumir en koma þó hehe..         Eftir leikskólan þá fórum við í búð og hann tekur alltaf koddan sinn í leikskólan því að hann verður að vera með hann,hann elskar þennan yndislega kodda og ef að hann myndi ráða þá myndi hann fara með sængina líka.En við fórum í búð og eins og alltaf þá verður koddin að koma með því að hann er í bílnum og það er svo horft á okkur stundum að það er magnaðTounge með kodda í búð lol. þannig að ef þið sjáið barn með kodda þá er það örruglega mittTounge  jæja nú í bili núna hehe kv Allý


Sorglegt :(

Mikið er sorglegt að vita af móður sinni, sitjandi ein með bjór um hönd og er að missa allt og alla, sem að vísu hún gerði fyrir nokkrum árum.Hún er að drepa sig úr þessum íllkvikna sjúkdómi sem hrjá marga á íslandi.'Eg get ekkert gert fyrir hana né farið til hennar treisti mér ekki :( ''Eg er oftar en ekki einu sinni búinn að fara með sponsornum mínum til hennar og bjóða henni á fundi.'Eg hef lokað á hana en það var erfitt og núna er hún hryngjandi drukinn og ekki drukinn ég svara alltaf, hrædd um að hún sé kominn á spítala eða eitthvað.Það er mikið búið að ske í sambandi við hennar drykkju og oft hef ég hatað hana svo mikið en mér þykir alltaf vænt um hana sama hvað.Það er margt sem að situr fast í mér sem er gert af hennar hlut og er en eftir að vinna úr.Samt tala ég við hana eins og ekkert hafi í skorist.'Eg vil ekki að henni líði illa út af mér og það sem hún hefur gert mér (ef að hún man eftir því) En ég vil geta verið ákveðinn en get það ekki og það er líka erfitt.En eit sem ég hef verið ákveðinn í er að hún fær ekki að umgangast börnin mín undir áhrifum, enda hefur hún séð þau svona ca 10x á 10 árum:( 'Eg settist núna niður því að hún hringdi í kvöld drukinn og það er ekkert gaman að heira mömmu sína væla eða reina að skilja hvað hún er að segja. En jæja fara að sofa það er samt svo gott að geta sett þetta niður hér það sem ég er að hugsa og spá í það hjálpar mikið:) Skondið samt að blogg fyrir neðan er eintóm hamingja og svo þetta tíhí margt breitist á 5 mín. En mér líður samt ágætlega og brosi það þýðir ekkert annaðGrin Smile  gn

Mikið mikið:)

'Eg er svo ánægð að vera til það er yndislegt.Þótt að erfileikar eru og mis mikið þá er ég alltaf þakklát fyrir mitt líf. Er nú ekki búinn að eiga 7 dagana sæla eins og margir en ég er hér brosandi framan í heimin.Fór bara að hugsa hvað ég er ánægð, mér var ekki hugað líf þegar ég var yngri eða 2 mán var með slæman hjartagalla en ég er hér hetjan sjálf hehe. 'Eg átti ekki að geta eignast heilbrigð börn með maninum mínum fyrverandi (fyrsta barn okkar dó) en viti menn 4 komu þau og mig langar í fleiri græðgin að drepa mig hehe...En það verður nú ekki strax....hehe.Og svo er meira en ég er ekkert að telja það upp.En viti menn ég verð bara sterkari og sterkari eftir hverja erfiðleika sem ég stíg yfir og það er svo yndislegt.Sumt fólk sem ég þekki segir að ég sé búinn að lifa á við 50-60 manneskju en samt er ég 30 og að ég ætti að vera kominn í gröfina en það er ég ekki:) jahú. Við gefumst ekkert upp þótt á mót blási:) En það er yndislegt að sjá brosin á börnunum sínum og hvað þau eru hjartrík og hvað þau eru skinsöm og tillitssöm þótt un sé. En eitt árið frammundan:) Hvaða verkefni koma á þessu ári hehe við vitum það að ári liðnu:) Verum þakklát fyrir það littla í lífinu, lífið er það stutt að við verðum að njóta þess og taka þátt sama hvað það er erfitt......

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Alexandra Guðný Guðnadóttir
Alexandra Guðný Guðnadóttir
Tja er lítil mús sem mætti vera harðari að mér:)Segja meira mína skoðun og hvað ég vil hehe en annars er bara málið að kinnast mér og fólk verður að dæma um hver ég er.Misjafnar skoðanir manna er haggi:)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband