lítið að frétta hér

Það er nú ósköp lítið að frétta af þessum blessaða bæ.Við fórum í matarboð í gær og það var nú barasta gaman... 'Eg og lúlli löbbuðum til landsspítalans við búum á sólvallargötuni neðarlega og þetta tók okkur djúgan tíma en samt hressandi.á heimleiðinni þá fékk hann að labba svaka mikið og hann tíndi græn gréni upp sem hafði fokið af trjánum og það rumdi í mínum æji nei ææ og tók þau upp og setti í kerruna og kerran var orðinn full af gréni,hann kallaði þetta blóm þessi engill hehe þetta var nú barasta skondið.'Eg skifti um gangstétt því að gangstéttin sem að við vorum á var morandi af gréni úfff en hinumeiginn var svona temmilegtToungeSvo var stoppað og filgst með flugvélum og bílum þetta tók djúgan tíma en sá var orðinn þreittur þegar að heim var komið...Afi minn er semsagt kominn aftur á spítalan með í lungonum og hjartað að gefa sig CryingPabbi sagði að ég ætti að undirbúa mig undir að hann væri að fara,en það er sama hvað ég undirbý mig það verður alltaf sárt og ég veit að þetta er gangur lífsins en þetta er alltaf erfittCryingHann er eini afinn á lífi sem ég á og ég á enga ömmu og ég elska minn hoho afa eins og ég hef alltaf kallað hann því að hann var alltaf í hestonum hehe....En lífið heldur áfram.... Svo ég held minni stefnu og fer til hans á hverjum degi eins og ég er búinn að vera gera í nokkra mánuði......jæja gott í bili kv ég


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gaman með blómin, þau eru yndisleg þessi börn hvað þeim dettur í hug. Já það er alltaf erfitt þegar einhver deyr þótt hann sé orðinn gamall og veikur, maður á alltaf minningarnar samt og þær gleymast ekki svo auðveldlega. Gangi þér vel með allt þetta.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 14:30

2 identicon

Já hann er sko algjör snúlli hann litli Lúlli, sem er reyndar orðin voða stór.

Það er svo erfitt að vita af fólkinu sínu veiku og sárt að sjá á eftir því.  Um að gera að njóta tímans með honum og halda áfram að vera dugleg að heimsækja hann.

Haltu áfram að vera svona dugleg stelpa.

Risa knús til ykkar

Vigga (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj sætilíus þau eru svo yndisleg þessi börn.

Já það er alltaf erfitt þegar einhver nákomin er svona veikur gott hjá þér að vera duglega að heimsækja afa þinn það á eftir að hjálpa þér.

Knús til þín og farðu vel með þig Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.2.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Bið að heilsa hoho afa.  Lúlli minn er duglegur strákur og greinilega erft söfnunar áráttuna frá þér, manstu þú safnaðir ÖLLU og engu mátti henda.  Sakna ykkar mikið en það styttist í mina.  Kveðja bestasta systir

Lilja Björk Birgisdóttir, 18.2.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Thíhí manstu eftir fuglakirkjugarðinum mínumMátti ekki sjá veikan fugl eða dáinn,ég var fljót að fara með veika fuglinn til dýralæknis ég var daglegur gestur þar hahaha..hann lét mig alldrey borga neitt :)

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Alexandra Guðný Guðnadóttir
Alexandra Guðný Guðnadóttir
Tja er lítil mús sem mætti vera harðari að mér:)Segja meira mína skoðun og hvað ég vil hehe en annars er bara málið að kinnast mér og fólk verður að dæma um hver ég er.Misjafnar skoðanir manna er haggi:)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 10178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband