27.1.2008 | 16:28
veikara veikur
Elsku littli snáðinn minn er búinn að vera með um 40 stiga hita og sko búinn að vera undir smásjá hjá mér og það besta sem hann veit um núna er að kúra á maganum á mömmu sinni svo að ég er mikið búinn að liggja sem koddi fyrir hann En á föstudags kvöldið þá hringdi ég á vaktina í smáralind og húkkan sagði mér að koma barasta með hann sem ég gerði svo...Jæja svo var komið á vaktina í smáratorgi og þar hittum við lækir eða svo ættlaði ég að gera og hann kikti í eyrun á barninu og það kom mergur á skoðunar tækið og hann bókstaflega þurrkaði því á öxlina á barninu í peysuna hans
ég var svo hissa að hálva væri nóg ég kom ekki orði út úr mér ussumsvei þetta á ekki að sjást finnst mér..Ekkert var að sjá í eyronum og ég sagði honum að hann er búinn að vera með hita í mánuð og fyrir 2 mán var tekin blóðprufa og þvag en ekkert sást (hún var tekin út af því að barnið er alltaf með hita og búinn að vera það meira og minna í 1 ár ekki eðlilegt.. )En hann sagði þetta er pestin sem mig var nú búinn að gruna sjálf, en svo sagði ég við hann að hann væri á pústi og búinn að hósta dáldið núna undafarið og hann horfði bara á mig og gerði ekkert hann hlustaði ekki barnið ég var allveg bit,það hafa allir læknar hlustað krakkana mína þegar að ég segi að þau séu á pústi og eru með hósta en neiiii ekki þessi. Svo sagði hann bara sjá til sjá til,já já mig langaði svo að öskra á hann og spyrja hvort hann væri nú læknir
en ég gerði það ekki út af snúlluni minni,hann var svo slappur.Kanski er ég að gera of mikið úr þessu en samt ég fór þarna til að láta kikja á barnið mitt ekki láta horfa á mig eins og ég sé hálvit.Mig langaði svo mikið að drífa mig út enda hagaði læknirinn þanneiginn að hann var ligguvið að henda okkur út svo að hann gæti nú sint næsta fórnarlambi.En urr og sveijattan ekki sangjart.Svo að dagarnir hér hafa verið erfiðir og það er svo erfitt að horfa uppá barnið sitt veikt og geta ekki allmennilega tjáð sig hvar honum er ílt..Hann vakknaði í morgun með um 40 stig hita og ég ættla að sjá hvernig hann verður í kvöld annars fer ég með hann á hringbraut og hana nú ekki í smáratorg...... En jæja ég búinn að pústa út úff hvað það er gott....
littli kútur svo vekur og svo kúrði hann í sínu horni í leikherberginu og horfði á sjónvarpið þegar að hann hafði stirk.
Tenglar
áhugavert fólk
fólk sem ég hef samband við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 10311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er voðalega erfitt þegar þau eru endalaust veik og með hita - kannast við það - litla konan er búin að vera áskrifandi af pest síðan i haust og alltaf hár hiti með. Eru þetta ekki kokkar ??? þeir eru víst að ganga líka. Knús á litla kút.
Jóna Melafrú (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:21
Þú átt ekki að sætta þig við það að læknirinn komi svona fram við þig, þú átt að biðja um lækni sem vinnur sína vinnu, ekki einhvern hrokagikk sem valtar yfir þig. Þú ert móðirin og læknirinn á að hlusta á þig og gera það sem þú biður um... knús og kiss ( þú borgar laun læknisins)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 01:10
Allý mín ekki hika við að fara beint niðrá barnaspítala við Hringbraut ef þú ert ósátt við afgreiðsluna á heilsugæslunni. Ég hef lært af slæmri reynslu að það borgar sig.
Kærleikskveðja.
Kristín Snorradóttir, 28.1.2008 kl. 10:57
Það er bara þannig að við eigum öll að fá góða lækni þjónustu og sérstaklega fyrir börnin okkar...ertu ekki með heimilislækni sem þú getur talað við þetta er orðin svo langur tími en annar að tala við barnaspítalann.
Knús á litla gullið og þig líka kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.1.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.